Tíu fótboltalið bíða á Keflavíkurflugvelli
Hátt í fimm hundruð manns og þar á meðal tíu fótboltalið sem ætluðu til Portúgals og Kanaríeyja í morgun hafa nú beðið hátt í hálfan sólarhring á Keflavíkurflugvelli. Bilun í hreyfli breiðþotu Atlanta hefur valdið töfinni. Farþegarnir kvarta vegna upplýsingaskorts frá flugfélaginu.






