Tíu fisktæknar útskrifuðust
Fisktækniskólinn Í Grindavík útskrifar á sínu fimmta starfsári.
Tíu nemendur útskrifuðust sem fisktæknar frá Fisktækniskóla Íslands en útskrift fór fram 22. maí sl. Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi.
Námið er hagnýtt tveggja ára nám sem byggt er upp þannig að önnur hver önn er í skóla og hin á vinnustað. Nemendur geta valið sér námsleiðir í sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi. Verkefni og vinnustaðir eru valdir með hliðsjón af áhuga hvers og eins. Í fiskvinnslulínu læra nemendur um meðferð fisks, gæðakerfi, um vélar (t.d. Baader, Marel), tæki og búnað sem notaður er til að hámarka gæði og verðmæti fisks. Námið gefur möguleika á fjölbreyttum atvinnutækifærum í vaxandi sjávarútvegi. Í sjómennskulínu læra nemendur m.a. vélavörslu, aflameðferð, veiðitækni, sjóvinnu og rekstur. Námið er tilvalið fyrir þá sem stefna á strandveiði eða huga að öðrum störfum á sjó. Í fiskeldislínu sérhæfa nemendur sig til almennra starfa í fiskeldi eða búa sig undir frekara nám hérlendis eða við samstarfsskóla Fisktækniskólans m.a. í Noregi.
Þeir sem að útskrifuðust í þetta sinn voru: Elmar Þór Pétursson, Gylfi Sigurðsson, Ólafur Ólafsson, Birkir Mar Harðarson, Guðrún Sigríður Jónsdóttir, Íris Ebba Ajayi Óskarsdóttir, Þröstur Þór Sigurðsson, Victor Ingvi Jacobsen, Haraldur Örn Haraldsson og Anton Númi Magnússon.
Úr fisktækniskólanum.