Tíu ára afmæli Björgunarsveitarinnar Suðurnes fagnað
Núna 16. apríl 2004 eru 10 ár frá því að Björgunarsveitin Suðurnes var stofnuð en hún varð til með samruna Hjálparsveitar skáta Njarðvík og Björgunarsveitarinnar Stakks og síðan Björgunarsveitarinnar Eldey árið 2000. Mikil uppbygging hefur átt sér stað, síðastliðin 10 ár sem sýnir þann ávinning sem sameining þessara sveita var.
Björgunarsveitarin Suðurnes er í dag með öflugustu björgunarsveitum á landinu.Sveitin hefur yfir að búa mikilli reynslu félagsmanna og er einnig mjög vel tækjum búin. Þar má nefna að við teljum okkur vera leiðandi í búnaði og þekkingu, ef til hópslysa kæmi þar sem við höfum byggt upp búnað sem er einstakur hér á landi og einnig höfum við fengið fyrirspurn erlendis frá um búnaðinn. Höfum við lagt mikið uppúr að vera vel útbúnir tækjalega séð og má þar nefna þrjár björgunarbifreiðar sem tilbúnir eru hvert á land sem er, og einnig til sjúkraflutninga. Vörubíl til flutninga á búnaði, tveggja sexhjóla en þau eru nýjung hér á landi hjá björgunarsveitum, björgunarkerru og fleira. Á síðasta ári festum við kaup á blóðhundi (Pippí) frá Svíþjóð sem þjálfaður verður sem sporleitarhundur og verður hann tilbúinn til útkalls í haust, og er hann góð viðbót við þá hunda sem fyrir eru. Sveitin hefur lagt mikinn metnað í að vera með góðan hundaflokk og í dag hefur hann til umráða bíl. Einnig var byggt hús fyrir tvo hunda með úti gerði við húsið okkar þar sem Pippí er allan sólarhringinn, eftirlitsmyndavélar voru settar upp þannig að hægt er að fylgjast með þeim í gegnum netið á heimasíðu okkar.Um áramótin kom nýr bátur, Atlantik 21 sem kemur til að leysa þann gamla af hólmi og verður hann tilbúinn til útkalls í maí.
Öflugur tækjabúnaður og og vel þjálfaður hópur björgunarsveitarfólks gerir björgunarsveitina að einni sterkri heild sem gerir okkur kleift að takast á við þau verkefni sem ætlast er til af okkur.
Björgunarsveitir eru samnefnari fyrir fólk sem lætur einskis ófreistað við að koma samborgurum sínum til hjálpar ef á þarf að halda.
Hvet ég alla þá sem einhvern áhuga hafa á björgunarmálum að koma og slást í hópinn, taka þar með þátt í skemmtilegu félagsstarfi og útiveru, og öðlast þá þekkingu og þjálfun sem björgunarsveitin Suðurnes hefur upp á að bjóða.
Ég óska Félagsmönnum og Reykjanesbæjarbúum til hamingju með þennan áfanga, vil ég þakka velunnurum sveitarinnar þann stuðning og skilning sem við höfum fengið síðastliðin 10 ár, því án þess væri ekki hægt að reka trausta og öfluga björgunarsveit í Reykjanesbæ.
Afmæliskveðja
Gunnar Stefánsson
formaður B.S.
Björgunarsveitarin Suðurnes er í dag með öflugustu björgunarsveitum á landinu.Sveitin hefur yfir að búa mikilli reynslu félagsmanna og er einnig mjög vel tækjum búin. Þar má nefna að við teljum okkur vera leiðandi í búnaði og þekkingu, ef til hópslysa kæmi þar sem við höfum byggt upp búnað sem er einstakur hér á landi og einnig höfum við fengið fyrirspurn erlendis frá um búnaðinn. Höfum við lagt mikið uppúr að vera vel útbúnir tækjalega séð og má þar nefna þrjár björgunarbifreiðar sem tilbúnir eru hvert á land sem er, og einnig til sjúkraflutninga. Vörubíl til flutninga á búnaði, tveggja sexhjóla en þau eru nýjung hér á landi hjá björgunarsveitum, björgunarkerru og fleira. Á síðasta ári festum við kaup á blóðhundi (Pippí) frá Svíþjóð sem þjálfaður verður sem sporleitarhundur og verður hann tilbúinn til útkalls í haust, og er hann góð viðbót við þá hunda sem fyrir eru. Sveitin hefur lagt mikinn metnað í að vera með góðan hundaflokk og í dag hefur hann til umráða bíl. Einnig var byggt hús fyrir tvo hunda með úti gerði við húsið okkar þar sem Pippí er allan sólarhringinn, eftirlitsmyndavélar voru settar upp þannig að hægt er að fylgjast með þeim í gegnum netið á heimasíðu okkar.Um áramótin kom nýr bátur, Atlantik 21 sem kemur til að leysa þann gamla af hólmi og verður hann tilbúinn til útkalls í maí.
Öflugur tækjabúnaður og og vel þjálfaður hópur björgunarsveitarfólks gerir björgunarsveitina að einni sterkri heild sem gerir okkur kleift að takast á við þau verkefni sem ætlast er til af okkur.
Björgunarsveitir eru samnefnari fyrir fólk sem lætur einskis ófreistað við að koma samborgurum sínum til hjálpar ef á þarf að halda.
Hvet ég alla þá sem einhvern áhuga hafa á björgunarmálum að koma og slást í hópinn, taka þar með þátt í skemmtilegu félagsstarfi og útiveru, og öðlast þá þekkingu og þjálfun sem björgunarsveitin Suðurnes hefur upp á að bjóða.
Ég óska Félagsmönnum og Reykjanesbæjarbúum til hamingju með þennan áfanga, vil ég þakka velunnurum sveitarinnar þann stuðning og skilning sem við höfum fengið síðastliðin 10 ár, því án þess væri ekki hægt að reka trausta og öfluga björgunarsveit í Reykjanesbæ.
Afmæliskveðja
Gunnar Stefánsson
formaður B.S.