Tíu á of miklum hraða, þrír fullir
Þrír ökumenn voru teknir í gær vegna ölvunaraksturs í umdæmi lögreglunnar í Keflavík. Á sunnudaginn 9 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og einn á Grindavíkurvegi. Sá sem hraðast ók var mældur á 128 km hraða. Annars var Verslunarmannahelgin nokkuð róleg hjá lögreglunni í Keflavík.