Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 1. apríl 2003 kl. 08:44

Titlaði sig ,,lögfræðinginn"

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar nú mál karlmanns sem úrskurðaður var í viku gæsluvarðhald á föstudag, grunaður um að hafa aðstoðað fjóra Kínverja við að komast ólöglega til landsins. Afla verður upplýsinga um manninn hjá lögregluyfirvöldum í Þýskalandi og Interpol.Rannsókn málsins hófst fyrir viku í kjölfar komu fjögurra Kínverja til landsins með flugi frá Osló. Kínverjarnir, tveir karlar og tvær konur um tvítugt, sögðust ætla að dvelja hér í nokkra daga. Þau áttu bókað flug til baka 31. mars. Fólkið framvísaði bandarískum vegabréfum. Við nánari skoðun kom í ljós að ekkert þeirra hafði fengið vegabréfsáritun inn á Schengen-svæðið. Í fyrstu sagðist fólkið fætt og uppalið í Bandaríkjunum. Breyttu þau síðan framburði sínum og viðurkenndu að vera frá Fujan-héraði í Kína. Þau sögðust hafa farið frá Kína til Hamborgar. Vegabréfin voru keypt í upphafi ferðarinnar. Í Hamborg áttu þau stefnumót við mann sem hafði titlað sig ,,lögfræðinginn".

Kínverjunum var sýnd ljósmynd af manni sem hafði verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli daginn áður við komu frá Stokkhólmi. Báru þau öll kennsl á hann sem ,,lögfræðinginn" í málinu.

Vísir.is greinir frá í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024