Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 10. október 2001 kl. 11:04

Tískuföt á góðu verði

Tess tískuhús er ný tískuvöruverslun með kvenfatnað. Eigandi hennar er Helen Hansdóttir en hún hefur um nokkurra ára skeið selt konum á öllum aldri kvenfatnað á góðu verði.
„Ég opnaði 21. september sl. og það hefur verið nóg að gera síðan. Ég kaupi föt í London og sel þau á mjög góðu verði. Í versluninni fást föt fyrir konur á öllum aldri og ég stefni á að auka úrvalið á barnafötum á næstunni. Einnig eru fallegir kjólar og dragtir á leiðinni“, segir Helen.
Í versluninni Tess má sjá sæta boli, fallegar peysur, slæður, töskur, nærföt, jakka og ýmislegt feira. Gallabuxurnar hafa slegið í gegn því þær eru töff og á mjög góðu verði, aðeins 4900 kr. „Ég er með flesta boli á 1500 kr. og ég get fullyrt að ég er með ódýrustu sokkabuxurnar á markaðinum“, segir Helen og bætir við að bæjarbúar hafi tekið henni mjög vel síðan hún opnaði fyrir nokkrum dögum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024