Tísku-heimspressan í Bláa lónið?
Estrella G., sem er spænskur tískuhönnuður, kom til landsins í dag til þess að kynna sér aðstæður fyrir frumsýningu á fatnaði sínum í sumar. Segir að meðal staða sem komi til greina fyrir frumsýningu Estrella G. sé Bláa lónið.Fram kemur í fréttatilkynningu að gert sé ráð fyrir að ritstjórar og blaðamenn frá helstu tískublöðum heims muni koma til landsins til þess að vera viðstaddir tískusýninguna. Þá kemur fram að nafn Estrella G. sé vel þekkt á Spáni og í Frakklandi, en hún hannar einkum fatnað úr leðri og loðskinni.