Tími norðurljósanna
Norðurljósin eru hvað mest áberandi á þessum árstíma og má með sanni segja að veðurfarslegar aðstæður til að njóta þeirra séu með besta móti í heiðríkjunni þessa dagana. Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á ferð um Suðurnesin í nótt og náði þessum fallegu myndum af himnaskartinu.
Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóa gerir ráð fyir norðaustan 5-13 m/s og léttskýjuðu. Heldur hægari og austlægari er líður á daginn. Frost 3 til 14 stig, kaldast í uppsveitum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Norðan- og norðaustanátt, víða 5-10 m/s, en hvassari við austurströndina. Bjartviðri S- og V-lands, en él á N- og A-landi. Frost yfirleitt 3 til 12 stig, kaldast til landsins.
Á laugardag:
Suðaustan 8-13 m/s við suðvesturströndina, en annars hægari austlæg átt. Víða bjartviðri, en dálítil él um landið sunnanvert. Frost 0 til 10 stig, en kaldara í innsveitum N- og A-lands.
Á sunnudag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Austan- og norðaustanátt og kalt í veðri. Bjartviðri V-lands, en víða él annars staðar.
---
VFmyndir/elg