Tími bæjarhátíða á Suðurnesjum
Nú er tímabil bæjarhátíða í sveitarfélögum á Suðurnesjum. Sveitarfélagið Vogar reið á vaðið í síðustu viku með fjölskyldudögum sem náðu hámarki síðasta laugardag með tónleikum í Aragerði og magnaðri en stuttri flugeldasýningu við tjörnina.
Framundan eru Vitadagar - hátíð milli vita, sem er bæjarhátíð Suðurnesjabæjar. Hátíðin mun standa yfir dagana 26. ágúst til 1. september.
Þá tekur við Ljósanótt í Reykjanesbæ dagana 5. til 8. september. Hún verður með glæsilegasta móti í tilefni af því að Reykjanesbær fagnar 30 ára afmæli á þessu ári.
Í næstu tveimur tölublöðum Víkurfrétta verður hátíðunum í Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ gerð skil. Þannig verða Víkurfréttir með veglegt blað fyrir Ljósanótt.
Við hvetjum þau sem ætla að koma að efni og auglýsingum að skila tímanlega til blaðsins. Síminn er 421 0000. Póstfangið er [email protected]