Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 13. apríl 2001 kl. 21:00

Tímarit Víkurfrétta uppselt hjá útgefanda! - ódýrasta tímaritið á Íslandi!

Tímarit Víkurfrétta er uppselt hjá útgefanda. Blaðið kom til dreifingar á þriðjudagsmorgun og varð víða uppselt strax á útgáfudegi.

Aukaupplagi var dreift og er blaðið nú ekki fáanlegt í afgreiðslu Víkurfrétta.

Víða er einnig lítið af blöðum eftir á sölustöðum.Þeir sem vilja tryggja sér öruggt eintak af TVF eru hvattir til að gerast áskrifendur í síma 421 4717


Í TVF er birt átakanleg lífsreynslusaga Árnýjar Hildar Árnadóttur sem fjórum sinnum hefur reynt að fremja sjálfsvíg. „Mér er ekki ætlað að deyja strax“, segir hún í einlægu viðtali. Jörundur Guðmundsson segir frá ævintýrum í karabíska hafinu. Tekið er hús á okkar manni hjá Íslenskri erfðagreiningu, nuddara fræga fólksins í Kaliforníu, Atla Ingólfssyni á Ítalíu og fleirum. Mannlífsviðburðirnir í blaðinu eru nær óendanlegir. Þar má nefna árshátíðir eins og hjá Fríhöfninni, fermingarafmæli, afmæli aldarinnar í Stapa, Sjávarperluhóf og margt fleira. Einnig förum við utan með Suðurnesjafólki til Prag og skellum okkur á skíði með hressu fólki.
Rúsínan í pylsuendanum er síðan opinberun á því hverjar eru tíu álitlegustu piparmeyjar Suðurnesja og ítarleg umfjöllun um Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2001...
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024