Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

  • Tímamótatvíburar leystir út með gjöfum
  • Tímamótatvíburar leystir út með gjöfum
Miðvikudagur 28. janúar 2015 kl. 16:11

Tímamótatvíburar leystir út með gjöfum

Tvíburabræðurnir A og B eru sannkallaðir tímamótatvíburar í Grindavík því annar þeirra er Grindvíkingur númer 3000 og hinn er númer 3001. Foreldrar drengjanna eru Sigrún Ísdal Guðmundsdóttir og Steinar Nói Kjartansson en tvíburarnir eru þeirra fyrstu börn. Þau voru mætt á fund bæjarstjórnar Grindavíkur í vikunni með drengina sína til sérstakrar móttöku en bæjaryfirvöld vildu færa þeim gjafir og viðurkenningar á þessum tímamótum.

Tvíburarnir fengu silfurskírnarhólka sem á var grafið merki Grindavíkurbæjar og textinn „Grindavíkurbær - íbúi númer 3000“. Þá verða nöfn drengjanna einnig grafin á hólkana þegar fram líða stundir en skírnarhólkarnir eru gjöf frá Grindavíkurbæ. Þá fengu foreldrar drengjanna einnig 30.000 króna gjafabréf frá Nettó í Grindavík og sömu fjárhæð í Nettó frá Grindavíkurbæ. Drengirnir tveir eiga örugglega eftir að verða miklir íþróttakappar, því þrátt fyrir að vera aðeins nokkurra vikna gamlir, þá eru þeir þegar komnir með gjafabréf upp á vasann frá Íþróttaskóla UMFG. Þar sem Grindavík er mikill sjávarútvegsbær, þá fengu foreldrarnir einnig gjafabréf upp á 5 kg. af fiski sem Einhamar Seafood gefur.

Ungu mennirnir tveir kipptu sér ekki mikið upp við umstangið á bæjarstjórnarfundinum í vikunni og sváfu af sér athöfnina og misstu því alveg af því þegar Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Kristín María Birgisdóttir forseti bæjarstjórnar deildu út gjöfunum.



VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Public deli
Public deli