Tímamótasamningur í þjónustu við geðfatlaða
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, undirrituðu í dag samkomulag um eflingu dagþjónustu við geðfatlaða á Reykjanesi.
Samkomlagið felur í sér að Straumhvörf, sem er sérstakt verkefni á vegum ráðuneytisins, veitir 28,8 milljónum króna á næstu þremur árum í verkefni sem annars vegar felst í stuðningi við Björgina og hins vegar við geðteymi sem Félagsþjónusta Reykjanesbæjar og HSS hafa sett á fót með aðild forstöðumanns Bjargarinnar. Stefnt er að því að efla geðteymið um 1,2 stöðugildi sérfræðings. Stryrkur til Bjargarinnar er fólgin í greiðslu á húsaleigu vegna starfseminnar og til að tryggja ráðningu iðjuþjálfa í fullt starf.
Jafnframt þessu munu Straumhvörf í þessum mánuði fá afhentar sex nýjar íbúðir við Seljudal í Reykjanesbæ. Í heilda er því um að ræða 90 milljón króna samning til að bæta aðbúnað geðfatlaðra á svæðinu.
Mynd: Frá undirritun samningsins í dag. VF-mynd: elg.
Samkomlagið felur í sér að Straumhvörf, sem er sérstakt verkefni á vegum ráðuneytisins, veitir 28,8 milljónum króna á næstu þremur árum í verkefni sem annars vegar felst í stuðningi við Björgina og hins vegar við geðteymi sem Félagsþjónusta Reykjanesbæjar og HSS hafa sett á fót með aðild forstöðumanns Bjargarinnar. Stefnt er að því að efla geðteymið um 1,2 stöðugildi sérfræðings. Stryrkur til Bjargarinnar er fólgin í greiðslu á húsaleigu vegna starfseminnar og til að tryggja ráðningu iðjuþjálfa í fullt starf.
Jafnframt þessu munu Straumhvörf í þessum mánuði fá afhentar sex nýjar íbúðir við Seljudal í Reykjanesbæ. Í heilda er því um að ræða 90 milljón króna samning til að bæta aðbúnað geðfatlaðra á svæðinu.
Mynd: Frá undirritun samningsins í dag. VF-mynd: elg.