Tímamótaferð í Eldey
Tímamót urðu í dag þegar leiðangur fór út í Eldey út af Reykjanesi þar sem komið var upp myndavélabúnaði sem mun senda myndefni frá eyjunni allan sólarhringinn.
Meðal leiðangursmanna, sem voru ferjaðir út í eyju með þyrlu Landhelgisgæzlunnar, var Hilmar Bragi Bárðarson fréttastjóri Víkurfrétta en hann mun gera verkefninu, sem er á vegum Hitaveitu Suðurnesja og Reykjanesbæjar, nánari skil síðar.
VF-símamynd/Hilmar Bragi