Tímamót í vegabréfaútgáfu
Útgáfa á nýjum íslenskum vegabréfum með örgjörva hófst í dag en höfuðstöðvar útgáfunnar eru í nýjum húsakynnum Sýslumannsembættisins við Brekkustíg. Metútgáfa var á útgáfu vegabréfa á síðustu tveimur árum en þá voru gefin út tæplega 100 þúsund vegabréf.
Nýju vegabréfunum svipar til þeirra gömlu en þó með meira öryggi en kröfur um slíkt eru gerðar beggja vegna Atlantshafs. Engin gild vegabréf falla út gildi og verð bréfanna er það sama þrátt fyrir skemmri afgreiðslufrest. Hægt er að sækja um vegabréf hjá sýslumönnun um allt land, burtséð frá því hvar umsækjandi hefur lögheimili. Sömuleiðis er hægt að fá ljósmyndatöku á staðnum en einnig má skila rafrænni mynd. Heildarkostnaður við uppsetningu höfuðstöðva og alls kerfisins um allt land nam um 120 milljónum eða helmingi lægra en áætlað var. Hægt er að fá afgreiðslu nýrra vegabréfa á um 30 sýslumannsskrifstofum um landið allt og hjá lögreglu í Reykjavík og fimm sendiráðum í útlöndum. Um 190 þúsund Íslendingar hafa nú vegabréf undir höndum sem er ótrúlega hátt hlutfall.
Fimm aðrir afgreiðslustaðir bætast svo fljótlega við víðsvegar um landið, þar á meðal í Grindavík. Á nýju vegabréfaskrifstofunni í Reykjanesbæ er einnig afgreiðsla ökuskírteina sem færist frá gömlu sýslumannsskrifstofunni við Vatnsnesveg.
Mynd: Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, afhenti í dag Örnu B. Jónasdóttur fyrsta vegabréfið, sem afgreitt var með nýja laginu. VF-mynd: Ellert Grétarsson.
Nýju vegabréfunum svipar til þeirra gömlu en þó með meira öryggi en kröfur um slíkt eru gerðar beggja vegna Atlantshafs. Engin gild vegabréf falla út gildi og verð bréfanna er það sama þrátt fyrir skemmri afgreiðslufrest. Hægt er að sækja um vegabréf hjá sýslumönnun um allt land, burtséð frá því hvar umsækjandi hefur lögheimili. Sömuleiðis er hægt að fá ljósmyndatöku á staðnum en einnig má skila rafrænni mynd. Heildarkostnaður við uppsetningu höfuðstöðva og alls kerfisins um allt land nam um 120 milljónum eða helmingi lægra en áætlað var. Hægt er að fá afgreiðslu nýrra vegabréfa á um 30 sýslumannsskrifstofum um landið allt og hjá lögreglu í Reykjavík og fimm sendiráðum í útlöndum. Um 190 þúsund Íslendingar hafa nú vegabréf undir höndum sem er ótrúlega hátt hlutfall.
Fimm aðrir afgreiðslustaðir bætast svo fljótlega við víðsvegar um landið, þar á meðal í Grindavík. Á nýju vegabréfaskrifstofunni í Reykjanesbæ er einnig afgreiðsla ökuskírteina sem færist frá gömlu sýslumannsskrifstofunni við Vatnsnesveg.
Mynd: Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, afhenti í dag Örnu B. Jónasdóttur fyrsta vegabréfið, sem afgreitt var með nýja laginu. VF-mynd: Ellert Grétarsson.