Tímaflakk í Njarðvíkurskóla á 70 ára afmælinu
Undanfarna mánuði hafa nemendur á unglingastigi æft skólaleikrit undir leikstjórn Garúnar. Leikritið er hluti af afmælishátíð skólans sem er 70 ára um þessar mundir. Eftir þrotlausar æfingar var komið að sýningu leikritsins í dag sem ber nafnið Skreytineitor XO-7000.
Leikritið er að hluta byggt á sögu skólans þar sem persónur í leikritinu eiga sér stað í sögu skólans. Tímaflakk og skólasöngur skipa m.a. veigamikinn sess í sögunni. Mikil stemning var á sal skólans og skemmtu yngstu börnin sér sérstaklega vel. Ljósmyndari Víkurrfétta leit við í Njarðvíkurskóla í dag og hér má sjá myndasafn frá herlegheitunum.