Fréttir

Tímabókanir í rannsókn á HSS
Miðvikudagur 22. júní 2016 kl. 08:58

Tímabókanir í rannsókn á HSS

- Breytt fyrirkomulag hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá 1.júlí nk.

Fyrirkomulag rannsókna á HSS mun breytast frá og með 1. júlí næstkomandi þegar farið verður að bjóða upp á tímabókanir fyrir blóðsýnatökur á rannsóknastofu.

Sýnatökur eftir bókunum hefjast svo 11. júlí.

Bókað verður í tíma frá kl. 08:00 til 11:00. Þeir sem eiga að vera fastandi fyrir prufur bókast milli kl 08:00 og og 09:00 og fólk í blóðþynningarmælingu milli kl 10:00 og 11:00.

Móttaka annarra sýna verður eins og verið hefur. Móttökuritarar taka niður tímapantanir í síma 422-0500 á milli kl 8:00 og 16:00 virka daga.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024