Tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning
Lokaskýrsla frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning ásamt umsögn velferðarráðs var lögð fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar í síðustu viku.
„Velferðarráð telur tillöguna jákvætt skref í því að einfalda húsnæðisstuðning til þeirra sem eiga rétt á honum og til að hafa betri yfirsýn yfir kerfið í heild. Mikilvægt er að tekin verði afstaða til kostnaðarskiptingar á milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir í umsögn velferðarráðs sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum.
„Ég tek undir með velferðarráði sem telur tillöguna jákvætt skref í því að einfalda húsnæðisstuðning til þeirra sem eiga rétt á honum og til að hafa betri yfirsýn yfir kerfið í heild. Mikilvægt er að tekin verði afstaða til kostnaðarskiptingar á milli ríkis og sveitarfélaga.
Ég fagna þessari skýrslu enda mikilvægt að einfalda húsnæðisstuðning til þeirra sem eiga rétt á honum. Eins og fram kemur hjá velferðarráði þá er mikilvægt að afstaða verði tekin til kostnaðarskiptingar á milli ríkis og sveitarfélaga. Mjög jákvætt skref fyrir hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög, og skjólstæðinga kerfisins,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins, í bókun um málið á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.