Tilraunaveiðar á sandsíli gengu ekki upp
Tilraunaveiðar á sandsíli og marsíli, sem sjávarútvegsráðuneytið heimilaði, gengu ekki upp að þessu sinni. Farið var til veiðanna á bátunum Mána GK og Njarðvík GK og segir útgerðarmaðurinn, Magnús Daníelsson, í samtali við InterSeafood.com. að nóg sé af sílinu en mikið magn af smáýsu og ýsuseiðum á veiðislóðinni hafi orðið til þess að tilrauninni var hætt.Að sögn Magnúsar fór hann fyrst til veiðanna á Mána GK, sem er 72 brúttórúmlesta eikarbátur, og var báturinn útbúinn með dönsku sandsílistrolli af minni gerðinni.
-- Við leituðum fyrir okkur nokkuð víða en við Ingólfshöfðann fengum við gríðarlega stórt hol. Magnið var svo mikið að það var ógjörningur að ná trollinu inn án þess að skera á pokann. Það gerðum við og náðum þá pokanum inn við illan leik með um 600 kílóum af síli, segir Magnús en hann segir að aflinn í þessu holi hafi virst vera hreint marsíli og var lengdin á sílunum 21 til 23 sentímetrar. Að sögn Magnúsar varð þetta risahol til þess að hann ákvað að fara á Njarðvík GK til veiðanna en það er 236 brúttórúmlesta skip og því mun öflugara en Máni GK.
-- Því miður virkaði trollið ekki til að byrja með eftir að við fórum til veiða á Njarðvíkinni og loksins þegar við komum lagi á það þá var einfaldlega of mikið af ýsuseiðum og smáýsu í aflanum. Við náðum tveimur þokkalegum holum, sjö og fimm tonna, og síðan höfum við fengið um fjögur til fimm tonn til viðbótar, segir Magnús en er InterSeafood.com ræddi við hann nú í morgun var tilraunaveiðunum hætt. Sá afli sem fékkst var aðallega frystur í beitu en nokkur hluti aflans, sem ekki var flokkður, fór í minkafóður. Magnús sagðist vilja koma á framfæri þökkum til sjávarútvegsráðuneytisins fyrir að heimila þessa tilraun en þess má geta að eftirlitsmaður frá Fiskistofu fylgdist með veiðunum.
-- Við leituðum fyrir okkur nokkuð víða en við Ingólfshöfðann fengum við gríðarlega stórt hol. Magnið var svo mikið að það var ógjörningur að ná trollinu inn án þess að skera á pokann. Það gerðum við og náðum þá pokanum inn við illan leik með um 600 kílóum af síli, segir Magnús en hann segir að aflinn í þessu holi hafi virst vera hreint marsíli og var lengdin á sílunum 21 til 23 sentímetrar. Að sögn Magnúsar varð þetta risahol til þess að hann ákvað að fara á Njarðvík GK til veiðanna en það er 236 brúttórúmlesta skip og því mun öflugara en Máni GK.
-- Því miður virkaði trollið ekki til að byrja með eftir að við fórum til veiða á Njarðvíkinni og loksins þegar við komum lagi á það þá var einfaldlega of mikið af ýsuseiðum og smáýsu í aflanum. Við náðum tveimur þokkalegum holum, sjö og fimm tonna, og síðan höfum við fengið um fjögur til fimm tonn til viðbótar, segir Magnús en er InterSeafood.com ræddi við hann nú í morgun var tilraunaveiðunum hætt. Sá afli sem fékkst var aðallega frystur í beitu en nokkur hluti aflans, sem ekki var flokkður, fór í minkafóður. Magnús sagðist vilja koma á framfæri þökkum til sjávarútvegsráðuneytisins fyrir að heimila þessa tilraun en þess má geta að eftirlitsmaður frá Fiskistofu fylgdist með veiðunum.