Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tilraunasendingar Víkurfrétta á Kapalkerfinu í Reykjanesbæ
Laugardagur 13. maí 2006 kl. 00:40

Tilraunasendingar Víkurfrétta á Kapalkerfinu í Reykjanesbæ

Víkurfréttir senda nú út stafrænt upplýsingasjónvarp á Kapalkerfinu í Reykjanesbæ. Um er að ræða tilraunaútsendingu sem næst með stafrænum myndlykli Kapalvæðingar. Útsendingin næst á rás 12 á myndlykli Kapalvæðingar.

Meðal efnis sem nú má sjá í Kapalsjónvarpi Víkurfrétta eru myndir og ávörp frá vígslu Vatnaveraldar og 50 metra innilaugar við sundmiðstöðina í Keflavík í gær, föstudag.

Einnig eru þar myndir af sprengingum við tvöföldun Reykjanesbrautar, myndir frá brunaæfingu í gömlu steypustöðinni á Fitjum og margt fleira.

Einnig eru útdrættir úr fréttum af vef Víkurfrétta. Þá er þarna að finna fróðleiksmola ýmiskonar.

Ætlunin er að efnisveitan stækki dag frá degi en þó munu sömu fréttir ekki vera þar inni lengur en í 3-4 sólarhringa.

Upplýsingarásin verður uppfærð alla virka daga með nýjum fréttum, myndum og auglýsingum.

Kapalsjónvarpsstöðin verður kynnt nánar í Víkurfréttum næsta fimmtudag en þá fer stöðin formlega í loftið og því tímabili sem við köfum kosið að kalla „Tilraunaútsendingu“ lýkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024