Tilraunaborun ofan við Rockville
Tilraunaborun hefur staðið yfir í mánuð, ofan Sandgerðis í nágrenni Rockville. Holan er orðin um 650 metra djúp og hitastig er um 76 gráður.Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, verður holan væntanlega dýpkuð lítillega og síðan mæld að nýju, bæði hitastig, vatnsmagn og síðan efnainnihald og eiginleikar vatnsins.„Þessi borun ofan við Rockville er gerð til þess að við getum vitað nákvæmlega hvar jarðhita er að finna o.þ.h. Þannig að ef eitthvað kemur skyndilega upp á, þá vitum við hvar hægt er að bora“, segir Júlíus.