Tilraunaboranir hefjast í Trölladyngju
Úrskurður hefur borist frá Umhverfisráðuneytinu varðandi stjórnsýsluákæru Náttúruverndar ríkisins um rannsóknaboranir í Trölladyngju. Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, var úrskurðurinn mjög jákvæður.
Framkvæmdum við slóðagerð og borplan er þegar lokið og höggboranir eiga að hefjast í dag, fimmtudag. Það er fyrirtækið Jarðboranir hf. sem sjá um framkvæmdina. Gert er ráð fyrir að höggboranir taka u.þ.b einn mánuð en borinn fer aðeins í 70-80-metra dýpi. Þegar þeim borunum er lokið tekur Jötunn við, en hann er stærsti bor landsins.
„Jötunn er nú í borunum í Svartsengi en hann gæti fengist í mars og fer þá að bora alvöru holuna fyrir okkur í Trölladyngju. Ég veit ekki hvenær verkinu lýkur að fullu, en gróft áætlað gæti það verið í maí á þessu ári“, segir Júlíus Jónsson.
Framkvæmdum við slóðagerð og borplan er þegar lokið og höggboranir eiga að hefjast í dag, fimmtudag. Það er fyrirtækið Jarðboranir hf. sem sjá um framkvæmdina. Gert er ráð fyrir að höggboranir taka u.þ.b einn mánuð en borinn fer aðeins í 70-80-metra dýpi. Þegar þeim borunum er lokið tekur Jötunn við, en hann er stærsti bor landsins.
„Jötunn er nú í borunum í Svartsengi en hann gæti fengist í mars og fer þá að bora alvöru holuna fyrir okkur í Trölladyngju. Ég veit ekki hvenær verkinu lýkur að fullu, en gróft áætlað gæti það verið í maí á þessu ári“, segir Júlíus Jónsson.