Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tilraun gerð til að lokka 9 ára telpu upp í bifreið
Þriðjudagur 4. desember 2012 kl. 12:54

Tilraun gerð til að lokka 9 ára telpu upp í bifreið

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að reynt hefði verið að lokka 9 ára gamla telpu upp í bifreið í Garði á Suðurnesjum. Telpan var á leið heim úr skólanum um klukkan 14 í gær þegar svartri bifreið var ekið fram hjá henni. Dökkhærður karlmaður á miðjum aldri mun þá hafa teygt sig út úr bifreiðinni í átt að telpunni og fannst henni sem maðurinn ætlaði að grípa í sig. Telpan varð hrædd, forðaði sér heim og lét móður sína vita um atvikið.

Lögreglan á Suðurnesjum biður alla þá sem einhverjar upplýsingar gætu gefið um málið að hafa samband við lögregluna í síma 420 1700.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024