Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Tilnefndir til hlustendaverðlauna 365
    Hljómsveitin Valdimar á tónleikum í Hljómahöll á dögunum.
  • Tilnefndir til hlustendaverðlauna 365
    Hljómsveitin Hjálmar.
Miðvikudagur 14. janúar 2015 kl. 10:19

Tilnefndir til hlustendaverðlauna 365

Hjálmar, Valdimar og Batnar útsýnið.

Eins og svo oft áður eiga Suðurnesjamenn verðuga fulltrúa meðal þeirra sem tilnefndir eru til Hlustendaverðlauna 365 í ár. 

Hljómsveitin Hjálmar fagnaði 10 ára starfsafmæli á árinu 2014 með stórtónleikum í Hörpu og stórglæsilegri ferilsplötu sem innihélt m.a. 2 ný lög, Lof og Tilvonandi vor. Hljómsveitin er tilnefnd sem flytjandi árins. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valdimar Guðmundsson hefur gert það gott með hljómsveit sinni Valdimar sem sendi frá sér sína þriðju plötu á árinu 2014 sem nefnist Batnar útsýnið. Hann er tilnefndur sem söngvari ársins. 

Á þriðju breiðskífu hljómsveitarinnar Valdimar, Batnar útsýnið, sem tilnefnd er sem plata ársins, má heyra nýjan hljóðheim þar sem akústískum hljóðfærum er gert hærra undir höfði en um leið er kafað dýpra ofan í heim raftónlistar.

Hér er hægt að kjósa um tilnefningarnar.