Tillögur um lausn á vanda Heilbrigðisstofnunarinnar
Í tillögum yfirlækna heilsugæslustöðvanna í Reykjavík er gert ráð fyrir því að heilsugæslulæknar í Reykjavík aðstoði við að leysa vandamál Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með því að Heilsugæslan í Reykjavík taki að sér stjórn heilsugæslunnar. Þannig yrði stjórn hennar ekki stjórn núverandi framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Gert er ráð fyrir að heilsugæslan lúti í öllu reglum og skipuriti heilsugæslunnar í Reykjavík og að læknar af höfuðborgarsvæðinu sjái um að manna stöðurnar í Reykjanesbæ á meðan rekstrinum er komið í lag.Tillögurnar er til umfjöllunar í heilbrigðisráðuneytinu. RÚV greindi frá.