Tillitslausir "töffarar" halda vöku fyrir hótelgestum
Aðfararnótt sl. fimmtudags var hringt frá Flughótelinu við Hafnargötu í Keflavík til lögreglunnar og tilkynnt að gestir á hótelinu gætu ekki sofið vegna hávaða frá bifreiðum þegar þeim væri gefið inn. Lögreglumenn á eftirliti athuguðu málið en þá var allt með kyrrum kjörum á Hafnargötunni.Því miður virðast tillitslausir ökumenn vaða uppi á Hafnargötunni og á bílastæðum við götuna. Þannig varð blaðamaður vitni að því þegar bílstjóri á skærgrænum gömlum BMW reykspólaði í hringi á plani milli FlugHótels og verslunar 10-11 nú í vikunni. Þetta háttarlag á ekki að sjást innanbæjar né annarsstaðar og slíkur "töffaraskapur" fyrir neðan allar hellur og lýsir ekki miklum þroska.