Tillaga um sumardaga á Garðskaga
Ferða- og menningarnefnd Garðs hefur sett fram nokkrar hugmyndir, þar á meðal að efna til hátíðarhalda á Garðskaga, til að auka ferðamannastraum og til að vekja athygli á sveitarfélaginu.
Bæjarráð hefur fjallað um hugmyndirnar og óskað var eftir fundi með nefndinni, svo hægt væri að forgangsraða verkefnum og ákveða hvað hægt væri að gera í ár.
Nefndin hefur sett fram tillögur um hvað skuli kalla dagana, en meðal hugmynda eru Vitadagar, Sólstöðudagar, Garðskagadagar og sumardagar á Garðskaga.
Einnig er talið mikilvægt að velja dagsetningu sem er ekki of nálæg öðrum viðburðum á Suðurnesjum. Reynt verður að halda hátíðina helgina 13. og 14. ágúst á þessu ári en færa hana svo fram á mitt sumar á næsta ári.
Kemur þetta fram á heimasíðu Garðs