Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tillaga um launalækkun bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 19. janúar 2005 kl. 12:00

Tillaga um launalækkun bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar

Tillaga um lækkun launa bæjarfulltrúa, bæjarráðsmanna og áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Reykjanesbæjar var borin upp á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær. Samþykkt var að vísa tillögunni til bæjarráðs sem mun vinna að nánari útfærslu á tillögunni.
Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar bar launalækkunartillöguna fram í kjölfar tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að breytingu á gjaldskrá bæjarins. Þar var lagt til að fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrá vegna vistunar barna hjá dagmæðrum myndi ekki breytast eins og átti að gera. Áætlaður kostnaður vegna heildarniðurgreiðslu er um 10 milljónir króna. Bæjarstjóra var því falið að draga úr kostnaði hjá yfirstjórn Reykjanesbæjar um 4 milljónir króna vegna breytinga á gjaldskránni.
Í samtali við Víkurfréttir sagði Guðbrandur að tillagan um lækkun launa bæjarfulltrúa hefði verið borin fram þar sem hann teldi ekki eðlilegt að starfsmenn bæjarins tækju á sig skerðingu launa á sama tíma og bæjarstjórn héldi sínu.

Loftmynd/Oddgeir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024