Tillaga um gerð tjaldsvæðis í Sandgerði
Tillaga um að koma á fót tjaldsvæði í Sandgerði var lögð fram á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. Í tillögunni sem lögð var fram af Ólafi Þór Ólafssyni bæjarfulltrúa Þ lista er gert ráð fyrir að gerð tjaldsvæðisins komist á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2004.
Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að miklir möguleikar séu í ferðaþjónustu í Sandgerði og að vinna þurfi markvisst að uppbyggingu á því sviði. Skipulagt tjaldsvæði sárvanti í bæjarfélagið til að gera það að vænlegum kosti fyrir íslenska og erlenda ferðamenn. Segir í greinargerðinni að Sandgerðisbær eigi að eiga frumkvæði að því að koma upp slíkri aðstöðu og auka þar sem möguleikana í ferðaþjónustu í bænum.
Ljósmynd/Mats Wibe Lund.