Tilkynnt um lausagöngu búfjár við Reykjanesbraut
Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um lausagöngu búfjár við Reykjanesbraut síðdegis á föstudag. Nokkuð hefur borið á þessu á þessum slóðum í sumar, að sögn lögreglu, og virðast kindurnar einkum halda sig á Strandarheiði milli Vogavegar og Vatnsleysustrandarvegar.Þær hafa ekki valdið slysum til þessa en lögreglan segist óttast að illa geti farið nú þegar skyggja tekur. Beitarhólf er sjávarmegin við Reykjanesbraut.