Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 25. ágúst 2002 kl. 00:46

Tilkynnt um lausagöngu búfjár við Reykjanesbraut

Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um lausagöngu búfjár við Reykjanesbraut síðdegis á föstudag. Nokkuð hefur borið á þessu á þessum slóðum í sumar, að sögn lögreglu, og virðast kindurnar einkum halda sig á Strandarheiði milli Vogavegar og Vatnsleysustrandarvegar.Þær hafa ekki valdið slysum til þessa en lögreglan segist óttast að illa geti farið nú þegar skyggja tekur. Beitarhólf er sjávarmegin við Reykjanesbraut.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024