Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tilkynnt um bílflak í Kleifarvatni
Mánudagur 4. október 2010 kl. 17:02

Tilkynnt um bílflak í Kleifarvatni

Maður sem var á báti á Kleifarvatni tilkynnti lögreglu í dag að hann telji sig hafa séð bílflak í vatninu. Búið er að kalla út kafara til að rannsaka málið. M.a. er kannað hvort málið tengist hvarfinu á Andrési Tómassyni sem hefur verið saknað í 10 daga. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins.
Um 70 leitarhópar leituðu að Andrési í gær og búið er að birta upplýsingar um hann ítrekað í fjölmiðlum síðustu daga. Ekki liggur þó enn fyrir að þessi ábending tengist hvarfi hans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024