Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tilkynning frá strætó í Reykjanesbæ vegna COVID-19
Laugardagur 14. mars 2020 kl. 17:55

Tilkynning frá strætó í Reykjanesbæ vegna COVID-19

Vegna samkomubanns sem tekur gildi þann 16. mars nk. Verður framhurð strætisvagna í Reykjanesbæ lokuð frá og með deginum í dag, 14. mars. Viðskiptavinir eru vinsamlegast beðnir um að ganga inn um mið eða aftari dyr vagnsins.

Gjaldtöku í strætisvagna Bus4u Iceland verður ekki fylgt eftir á meðan á samkomubanni stendur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir viðskiptavinir, sem hafa tök á, eru beðnir um að ferðast með Strætó utan háannatíma til að minnka þrengsli og snertingar í vagninum.

Við hvetjum alla viðskiptavini okkar til þess að fylgja fyrirmælum yfirvalda um sóttvarnir, vera meðvitaðir um smitleiðir veirunnar og ferðast ekki með almenningssamgöngum ef grunur leikur á smiti.

Þessar aðgerðir verða í gildi samhliða samkomubanni.


Due to ban on public events and gatherings starting Monday morning 16. March the front entrance of buses will be closed from today, 14. March. Our customers should use the middle and back doors to enter the bus.

Our drivers will not be charging customers for fares in buses of Bus4u Iceland during the time period of the ban.

Those customers who have the means, are asked to travel outside peak hours to minimize onboard congestion and passenger contact.

We encourage our customers to follow the authorities instructions on hygiene, wash hands regularly and sanitize. Customers are also encouraged to be cautious in communicating, be aware of the virus‘s pathways and not travel by public transport if there is a suspicion of infection.

These measures will be in force in parallel with ban on public gatherings.