Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tilkynning frá Almannavörnum á Suðurnesjum
Mánudagur 7. desember 2015 kl. 15:03

Tilkynning frá Almannavörnum á Suðurnesjum

Almannavarnir á Suðurnesjum komu saman til fundar í hádeginu í dag, 7. desember og fóru yfir stöðu mála vegna slæmrar veðurspár, en gert er ráð fyrir afar vondu veðri síðdegis í dag, kvöld og nótt.

Ljóst er að gangi veðurspá eftir mun veður hafa áhrif á stofnanir sveitarfélaga og samgöngur.

Almenningur er sérstaklega hvattur til þess að fylgjast með veðurfréttum og viðvörunum Almannavarna.

Búast má við mikilli úrkomu, snjókomu og einkum rigningu og hlýju veðri ásamt hláku. Fólk er beðið um að huga vel að niðurföllum og að hafa samband við 112 ef neyð skapast. Lögregla og björgunarsveitir er við öllu búnar og mun aðgerðastjórn koma saman til fundar kl. 18:00 í dag.

Röskun á skólastarfi vegna veðurs

Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf.

Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni.

Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll.

Við slíkar aðstæður eru skólarnir opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.

Búast má við lokun Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar kl. 18:00 í dag og að jafnframt  falli þá niður ferðir strætisvagna í Reykjanesbæ og annars staðar á Suðurnesjum. Suðurstrandarvegar er lokaður vegna ófærðar.

Ákveðið var að loka stofnunum sveitarfélaga, sundstöðum og íþróttahúsum kl. 18:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024