Tilgangslaus rúðubrot
Í dag var tilkynnt um að brotnar hafi verið rúður í tveimur bifreiðum. Önnur bifreiðin stóð við bílasöluna Bílar GS sport í Njarðvík þar sem óprúttnir aðilar brutu tvær rúður í pallhýsi á bifreiðinni. Við Hrannargötu 5 í Keflavík voru brotnar alla rúður í fólksbifreið er stóð við viðgerðaraðstöðu sem er í húsinu.
Ekki er vitað hverjir voru að verki eða hvort um sama einstakling/a sé að ræða í skemmdarverkunum og er fólk beðið um að hafa samband við lögregluna í Keflavík ef það hefur einhverjar upplýsingar varðandi málið.
VF-Mynd: Tengist málinu ekki á neinn hátt.