Tilefni til bjartsýni á þróun umhverfismála í Reykjanesbæ
„Fræðsluráð Reykjanesbæjar fagnar því að fá tækifæri til að koma að mótun umhverfisstefnu Reykjanesbæjar. Heilt yfir gefa stefnudrögin tilefni til bjartsýni á þróun umhverfismála í sveitarfélaginu,“ segir í afgreiðslu síðasta fundar fræðsluráðs Reykjanesbæjar frá 5. júní sl.
Fræðsluráð rýndi sérstaklega kaflann um umhverfisfræðslu og telur að sú nálgun sem lagt er upp með þar sé í takti við þær áherslur sem skólasamfélagið á Suðurnesjum hefur unnið eftir. Framtíðartillögur eru þess eðlis að raunhæft er að samþætta þær því starfi sem fram fer í leik- og grunnskólum.
Fræðsluráð hvetur til þess að við yfirstandandi endurskoðun á menntastefnu Reykjanesbæjar sé horft til þess að umhverfisfræðsla taki mið af þeim áherslum sem verða í umhverfisstefnu sveitarfélagsins.