Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tilboð komið í færanlegar skólastofur fyrir Holtaskóla
Föstudagur 14. júní 2002 kl. 10:23

Tilboð komið í færanlegar skólastofur fyrir Holtaskóla

Reykjanesbær auglýsti á dögunum eftir tilboðum í færanlegar skólastofur fyrir Holtaksóla í Keflavík. Fjögur tilboð bárust frá þremur aðilum. Umhverfis- og tæknideild bæjarins leggur til að næst lægsta tilboðinu verði tekið.Eftirtalin tilboð bárust í færanlegar kennslustofur:
S.G. Hús ehf. kr. 14.980.000,-
E.K. sumarhús ehf. kr. 11.850.000,-
3.4.5. Byggingarfélag ehf. kr. 15.600.000,-
3.4.5. Byggingarfélag ehf. kr. 18.300.000,-

Við yfirferð tilboða var lagt mat á gæði og stærðir rýma. Þar sem lægstbjóðandi uppfyllir ekki stærðarkröfur leggur umhverfis- og tæknideild til að tilboði frá S.G. Húsum ehf. að upphæð kr. 14.980.000,- verði tekið. Þetta var samþykkt með atkvæðum allra bæjarráðsmanna Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024