Tilboð í gatnagerð í Tjarnarhverfi opnuð
Verktakafyrirtækið SEES ehf. var lægstbjóðandi í gatnagerð 1. áfanga í Tjarnarhverfi. Hljóðaði tilboð fyrirtækisins upp á 31.571.150 krónur sem er 78,5% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 49.219.000 krónur.
Nesprýði ehf. bauð lægst í gatnagerð við 2. áfanga í Tjarnarhverfi og hljóðaði tilboð fyrirtækisins upp á 34.470.850 krónur eða 78% af kostnaðaráætlun sem var 44.167.000.
Verktakafyrirtækið Eldgjá ehf. bauð lægst í bæði verkin en dró bæði tilboð sín til baka. Tilboðin voru opnuð á fundi bæjarráðs í morgun og var framkvæmdastjóra Umhverfis- og skipulagssviðs að ganga til samninga við lægstbjóðendur.
Nesprýði ehf. bauð lægst í gatnagerð við 2. áfanga í Tjarnarhverfi og hljóðaði tilboð fyrirtækisins upp á 34.470.850 krónur eða 78% af kostnaðaráætlun sem var 44.167.000.
Verktakafyrirtækið Eldgjá ehf. bauð lægst í bæði verkin en dró bæði tilboð sín til baka. Tilboðin voru opnuð á fundi bæjarráðs í morgun og var framkvæmdastjóra Umhverfis- og skipulagssviðs að ganga til samninga við lægstbjóðendur.