VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Fréttir | 19. júlí 2012 12:54

Til makrílveiða með nýtt troll

Dragnótabáturinn Siggi Bjarna GK hélt í gærkvöldi til makrílveiða suður af Reykjanesi með nýtt makríltroll sem sett var um borð í gærkvöldi. Trollið munu systurskipin Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK draga saman.

Hampiðjan hefur undanfarið verið að þróa troll til makrílveiða og var eitt slíkt sett um borð í Sigga Bjarna GK í gærkvöldi. Það er Nesfiskur í Garði sem gerir bátana út og samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu ganga veiðarnar með ágætum. Siggi Bjarna GK er væntanlegur í höfn í Sandgerði í fyrramálið með aflann úr veiðiferðinni.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á bryggjunni í Sandgerði í gærkvöldi þegar gert var klárt á sjóinn.
 

Til baka

Nýjustu fréttir