Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sunnudagur 18. nóvember 2001 kl. 21:56

Til hvers að fara til fjalla eftir rjúpunni?

Síðustu vikur hafa menn farið í hópum til fjalla til að eltast við rjúpur. Oftar en ekki hafa verið fleiri björgunarsveitarmenn á heiðum en rjúpur og ekki að undra...

... Rjúpurnar eru nefnilega búnar að átta sig á þessu veiðistandi fyrir löngu og hópast saman við Leifsstöð. Þar fá þær frið fyrir veiðimönnum en ljósmyndari Víkurfrétta lét þær ekki í friði nú um helgina og smellti meðfylgjandi myndum af nokkrum alhvítum og fallegum rjúpum.

Myndirnar tók Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024