Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Til hjálparstarfa í Pakistan yfir jólin
Föstudagur 16. desember 2005 kl. 15:38

Til hjálparstarfa í Pakistan yfir jólin

Landhelgisgæslan hefur undanfarin ár haft talsvert samstarf við norska fyrirtækið Air Lift en það er með svipaðan þyrlurekstur og Landhelgisgæslan á Svalbarða samkvæmt samningi við sýslumanninn þar. Þar sem Landhelgisgæslan og Air Lift eru með sams konar þyrlur, eru bæði möguleikar á samnýtingu varahlutalagers og einnig hefur það tíðkast að flugmenn Landhelgisgæslunnar starfi fyrir Air Lift í fríum og fái þannig ómetanlega reynslu.

Nú í desember fer einn af þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar, Þórarinn Ingi Ingason, til starfa fyrir Air Lift á hamfarasvæðunum í Pakistan en þar bíður hans það hlutverk að fljúga með vistir og nauðsynjar upp í þorpin í fjöllunum í kringum bæinn Abbottabad. Einnig að fljúga með slasað fólk á sjúkrahús úr fjallaþorpunum. Hann mun fljúga þyrlu af gerðinni Super Puma en Líf, stærri þyrla Landhelgisgæslunnar, er af þeirri gerð. Air Lift vinnur fyrir Alþjóða Rauða krossinn sem starfar í Pakistan en nú er einmitt mikið kapphlaup við tímann að koma fólki í öruggt skjól áður en veturinn skellur á af öllum sínum þunga.
Þórarinn Ingi fer utan 16. desember næstkomandi og kemur til baka 30. desember. Hann mun því eyða jólunum í Pakistan.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024