Til greina kemur að greiða fyrir álveri í Helguvík
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að greiða fyrir framkvæmdum við álver í Helguvík. Hann segir hins vegar ekki neinar tafir vera á framgangi málsins sem kalli á sérstaka flýtimeðferð, samvæmt því sem haft er eftir honum í morgun á visi.is
Jón kannast ekki við að framkvæmdir við álver í Helguvík stangist á við álver á Húsvík.
Aðspurður segir hann ekkert því til fyrirstöðu að þrjú ný álver verði reist á næstu árum svo lengi sem þungann af framkvæmdunum beri ekki upp á sama tíma.
Jón kannast ekki við að framkvæmdir við álver í Helguvík stangist á við álver á Húsvík.
Aðspurður segir hann ekkert því til fyrirstöðu að þrjú ný álver verði reist á næstu árum svo lengi sem þungann af framkvæmdunum beri ekki upp á sama tíma.