Tíðindalítill dagur hjá lögreglu
Gærdagurinn var tíðindalítill í umdæmi Lögreglunnar í Keflavík. Eitt umferðaróhapp varð, en enginn slys urðu á fólki.
Þá voru tveir ökumenn voru kærðir fyrir að leggja upp á gangstétt, einn ökumaður var kærður fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn og eigendur fjögurra ökutækja voru boðaðir til skoðunar þar sem þeir höfðu ekki sinnt því að mæta með þær til aðalskoðunar á réttum tíma. Einnig voru höfð afskipti af þremur börnum þar sem þau voru ekki með hlífðarhjálm á höfði við hjólreiðar.
Á næturvaktinni voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var mældur á 122km hraða.