Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 2. febrúar 2002 kl. 20:23

Tíðindalaust hjá lögreglu þrátt fyrir stórviðri

Engin tíðindi var að hafa hjá lögreglunni í Keflavík í kvöld þrátt fyrir stórviðrasaman dag og milljónatjón í Reykjanesbæ.Lögreglan í Keflavík er með sérstakan fréttasímsvara þar sem lesnar eru inn upplýsingar fyrir blaða- og fréttamenn tvisvar á dag. Síðast var lesið inn á símsvarann kl. 06 í morgun og þá var tíðindalaust hjá lögreglunni. Nýjar upplýsingar höfðu ekki verið lesnar inn kl. 20 í kvöld og þegar haft var samband við varðstofu lögreglunnar í kvöld fengust þau svör að ekkert fréttnæmt hafði gerst.

Það vekur athygli því frá kl. 06 í morgun þegar lesið var inn á símsvarann síðast þá velti ölvaður ökumaður bíl á Hafnavegi, brotist var inn í báta í Grindavíkurhöfn og milljónatjón varð í sjógangi við Ægisgötu í Keflavík. Sjór gekk langt upp á land í Njarðvík og meira mætti nefna. Þrátt fyrir það er engar fréttir að hafa hjá lögreglunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024