Tíðar skipaferðir um Helguvík
Mikil umferð skipa er um Helguvík þessa dagana. Skip þurfa jafnvel að bíða á ytri höfninni eftir að komast inn til uppskipunar.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Helguvík seint á föstudagskvöld þegar flutningaskipið Atlantic Patriot fór úr höfn en skipið hafði verið að skipa upp tréflís fyrir kísilver United Silicon í Helguvík. Þegar það skip var komið út úr hafnarkjaftinum mætti það Wilson Norfolk á leiðinni inn í höfnina en það skip kom einnig til Helguvíkur á vegum kísilversins.
Að sögn Halldórs Karls Hermannssonar, hafnarstjóra Reykjaneshafnar, er von á næsta skipi til Helguvíkur á mánudag.
Myndirnar tók Hilmar Bragi með flygildi yfir höfninni í Helguvík.
Atlantic Patriot fer frá bryggju í Helguvík seint á föstudagskvöld. Á bryggjunni má sjá stórt fjall af tréflís sem skipið kom með til Helguvíkur.