Tíð innbrot í Sandgerði
Nokkuð hefur verið um innbrot í Sandgerði upp á síðkastið. Brotist var inn í bíla og hús fyrir stuttu og m.a. stolið flatskjá. Í gærmorgun var svo brotist inn í hús í nýja hverfinu og fartölvu, iPod og myndavél stolið. Fréttavefurinn www.245.is í Sandgerði greinir frá þessu.
Ekki er vitað hver var á ferð í gær, en vitni sáu grunsamlegar mannaferðir við húsið um hádegisbilið. Eigandi hússins fór út klukkan átta um morguninn og kom aftur heim klukkan eitt eftir hádegið svo brotist hefur verið inn á því tímabili. Rúða var brotin og þjófurinn eða þjófarnir teygðu sig inn og opnuðu dyrnar, segir á 245.is.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.