Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þýski flugherinn sinnir loftrýmisgæslu - myndir
Þriðjudagur 1. júní 2010 kl. 15:25

Þýski flugherinn sinnir loftrýmisgæslu - myndir

Sex orrustuþotur frá þýska flughernum lentu á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan eitt í dag. Flugsveit frá þýska flughernum sinnir loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi frá 7.-25. júní. Sveitin er hér stödd í boði íslenskra stjórnvalda og starfar í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um 140 liðsmenn þýska flughersins verða staddir á Íslandi vegna verkefnisins, sem er sinnt með sex F-4 orrustuþotum. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar sinna loftrýmisgæslu hér á landi.

Fyrstu vikuna munu orrustuþoturnar æfa lendingar á Keflavíkurflugvelli og aðflug að Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi nú áðan þegar þotur þýska hersins lentu á Keflavíkurflugvelli.

Þoturnar reyktu myndarlega áður en þær komu inn til lendingar...

F-4 orrustuþota þýska flughersins með auka eldsneytistanka undir vængjum.

Þota á flugi yfir Keflavíkurflugvelli og starfsmenn Varnarmálastofnunar fylgjast með.

F-4 þoturnar eru alvöru sleggjur og þurfa að skjóta út „fallhlíf“ til að bremsa sig af eftir lendingu.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson