Þyrlusveit varnarliðsins send til Afríku
Meirihluti þyrlusveitar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur verið sendur til Afríkuríkisins Sierra Leone til þess að vera til reiðu ef flytja þarf bandaríska þegna frá Líberíu. Blóðug borgarastyrjöld hefur geisað í Líberíu undanfarin 14 ár og þusundir manna fallið í valinn. Bandaríkjastjórn er undir miklum þrýsting um að senda friðargæslusveitir til landsins. Í síðustu viku sendu Bandaríkin fámennan hóp hernaðarráðgjafa til Líberíu og er hlutverk þeirra að meta stöðuna og hvort ráðlegt sé fyrir Bandaríkin að senda hermenn til landsins. Bandaríkjamenn eru tregir til þess enda þurfa þeir að halda úti fjölmennu liði bæði í Afganistan og Írak og langar auk þess ekkert að blanda sér í deilur í Afríku.Talsmaður Bandaríkjahers í Þýskalandi sagði að þyrlunar frá Íslandi hefðu verið sendar til Sierra-Leone, nágrannaríkis Líberíu til þess að vera til reiðu ef það þyrfti að flytja bandarísku ráðgjafanefndina frá Líberíu í snatri.
Auk þyrlanna var send Herkúles flugvél frá Bretlandi og um 100 hermenn. Talsmaður flughersins sagði ekkert um hvort varnarliðsþyrlurnar snúni aftur til Keflavíkur að þessu verkefni loknu. Hins vegar er alveg öruggt að bandaríski herinn á fullt af þyrlum sem eru miklu nær Afríku en þyrlur varnarliðsins á Íslandi.
Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, hefur staðfest að þrjár þyrlur hafi verið sendar til Afríku á laugardagskvöld. Þær eru þar til stuðnings við aðgerðir Bandaríkjahers, en á þessari stundu er gert ráð fyrir því að þær komi til baka að því loknu. Tvær þyrlur eru enn hér á landi. Varnarsamningurinn tilgreinir ekki hversu margar þyrlur eigi að vera á landinu.
Sturla Sigurjónsson hjá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að aðeins sé um tímabundið verkefni að ræða og að þessi háttur hafi verið hafður á áður, til að mynda í Íraksstríðinu. Þá hafi þyrlunar komið aftur.
Sturla segir þessa atburði ekki hafa nein áhrif á varnarviðræður íslenskra stjórnvalda og Bandaríkjastjórnar.
Stöð 2 greindi frá þessu í kvöld.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Black Hawk þyrla Varnarliðsins lendir á Keflavíkurflugvelli fyrir fáeinum dögum.
Auk þyrlanna var send Herkúles flugvél frá Bretlandi og um 100 hermenn. Talsmaður flughersins sagði ekkert um hvort varnarliðsþyrlurnar snúni aftur til Keflavíkur að þessu verkefni loknu. Hins vegar er alveg öruggt að bandaríski herinn á fullt af þyrlum sem eru miklu nær Afríku en þyrlur varnarliðsins á Íslandi.
Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, hefur staðfest að þrjár þyrlur hafi verið sendar til Afríku á laugardagskvöld. Þær eru þar til stuðnings við aðgerðir Bandaríkjahers, en á þessari stundu er gert ráð fyrir því að þær komi til baka að því loknu. Tvær þyrlur eru enn hér á landi. Varnarsamningurinn tilgreinir ekki hversu margar þyrlur eigi að vera á landinu.
Sturla Sigurjónsson hjá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að aðeins sé um tímabundið verkefni að ræða og að þessi háttur hafi verið hafður á áður, til að mynda í Íraksstríðinu. Þá hafi þyrlunar komið aftur.
Sturla segir þessa atburði ekki hafa nein áhrif á varnarviðræður íslenskra stjórnvalda og Bandaríkjastjórnar.
Stöð 2 greindi frá þessu í kvöld.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Black Hawk þyrla Varnarliðsins lendir á Keflavíkurflugvelli fyrir fáeinum dögum.