Þyrluæfingar á Reykjanesi
Herþoturnar á Keflavíkurflugvelli eru farnar fyrir fullt og allt en þyrlunar tvær verða á landinu fram í næsta mánuð. Aðra þeirra sáu Víkurfréttamenn út á Reykjanesi í gær í nánd við Sýrfellið, skammt frá Reykjanesvita og virtist hún vera við æfingar. Sveimaði hún í kringum fellið dágóða stund uns hún settist á það eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Þó starfsemi Bandaríkjahers sé nánast liðin undir lok hér á landi er greinilegt að þeir fáu Varnarliðsmenn sem enn eru í varnarstöðinni halda sér í þjálfun til þess að vera í stakk búnir að takast á við önnur verkefni í allt öðru landi.
VF-mynd: elg