Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þyrlan sótti veikan sjómann suðvestur af Reykjanesi
Þriðjudagur 16. maí 2017 kl. 14:13

Þyrlan sótti veikan sjómann suðvestur af Reykjanesi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í nótt beiðni um aðstoð frá rússnesku fiskiskipi vegna veiks skipverja um borð. Skipið var þá að veiðum um 230 sjómílur suðvestur af Reykjanestá. Áhöfninni var ráðlagt að hífa inn veiðarfæri og halda í átt til lands. 
 
Í morgun var TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út og flaug til móts við skipið. Á meðan var þyrlan TF-SYN til taks með áhöfn á Reykjavíkurflugvelli til öryggis. Sjúklingurinn var hífður um borð í þyrluna um 120 sjómílur suðvestur af Reykjanestá. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi laust fyrir klukkan hálftvö. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024