Þyrla sótti slasaðan sjómann
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjómann, sem hafði slasast um borð í bátnum Sindra SF frá Hornafirði í dag. Maðurinn hafði fallið um þrjá metra ofan í lest skipsins og meiddist á baki. Skipið var statt um 15 sjómílur suðvestur af Sandgerði þegar þyrlan kom að því. Vel gekk að hífa manninn um borð borð í þyrluna sem lenti með manninn við Landspítalann í Fossvogi rétt eftir hádegi í dag, en þetta kemur fram á vef mbl.is.