Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þyrla náði í veikan sjómann um borð í Valdimar GK
Sunnudagur 26. janúar 2003 kl. 13:49

Þyrla náði í veikan sjómann um borð í Valdimar GK

Veikur sjómaður um borð í Valdimari GK-195 var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt. Þegar haft var samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um hálffjögur í nótt var báturinn staddur um 11 sjómílur suður af Malarrifi. Læknir Landhelgisgæslunnar taldi nauðsynlegt að ná í skipverjann um borð með þyrlu. Áhöfn TF-LÍF var kölluð út kl. 3:51 og var þyrlan komin í loftið kl. 4:43.Vegna ástands sjúklingsins, veðurs og mikils veltings var ekki talið rétt að hífa sjúklinginn um borð í þyrluna og var því ákveðið að báturinn sigldi til Ólafsvíkur þar sem þyrlan gæti sótt hann. Þyrlan lenti stuttu síðar á Rifi og fóru stýrimaður og læknir úr áhöfninni til Ólafsvíkur og aðstoðuðu við að undirbúa sjúklinginn undir flutning. TF-LÍF fór frá Rifi kl. 8:30 og lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 9:24. Þar beið sjúkrabifreið og flutti sjúklinginn á Landspítala Háskólasjúkrahús.


Ljósmynd: Skip.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024